Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   sun 11. október 2020 23:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Hjulmand ósammála Hamren um fyrri hálfleikinn
Icelandair
Erik Hamren, landsliðsþjálfari Íslands.
Erik Hamren, landsliðsþjálfari Íslands.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Danskir fjölmiðlar fjalla um það í kvöld að Erik Hamren, landsliðsþjálfari Íslands, hafi verið ánægður með frammistöðu Íslands í fyrri hálfleiknum gegn Danmörku í kvöld.

Hamren hafi talað um það að Ísland hafi fengið besta færi fyrri hálfleiksins, en Danir tóku forystuna undir lok hans með umdeildu marki. Hamren taldi Íslendinga vera á góðum stað í leiknum áður en markið kom.

Kasper Hjulmand, landsliðsþjálfari Danmerkur, var spurður út í ummæli Hamren á blaðamannafundi.

„Ég er ekki sammála því. Þeir áttu eitt færi, sem við lokuðum vel á. Við stjórnuðum leiknum og við vissum að ef við myndum halda áfram að vinna vel, að þá myndu sprungurnar myndast," sagði Hjulmand.

Lesa má grein á bold.dk hérna.

Sjá einnig:
Þjálfari Dana eftir 3-0 sigur á Íslandi: Risastórt afrek
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner