Napoli reynir aftur við Garnacho - Arsenal ekki að ná að semja við Sporting um Gyökeres - Kudus í læknisskoðun hjá Spurs
banner
   mán 11. október 2021 08:00
Brynjar Ingi Erluson
„Fagnið hans Ronaldo er yfirlýsing"
Paulo Sosa, fyrrum leikmaður portúgalska landsliðsins, segir fögn Cristiano Ronaldo áhrifamikil og sýni hversu stór hann er í knattspyrnuheiminum.

Sosa spilaði 51 leik fyrir Portúgal auk þess sem hann lék fyrir félög á borð við Benfica, Sporting, Juventus, Borussia Dortmund og Inter á ferlinum.

Meiðsli settu strik í reikninginn og spilaði hann afar fáa leiki fyrir félagslið sín.

Sosa er hrifinn af leikstíl Ronaldo og segir hann að fagnið hans sé gríðarleg yfirlýsing.

„Ég elskaði fagnið hans gegn Villarreal. Bara það hvernig hann fagnar mörkunum sínum er yfirlýsing: „Ég er mættur"." sagði Sosa.
Athugasemdir
banner
banner