Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mán 11. október 2021 17:45
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Sérfræðingur rýnir í meiðsli Varane - Vika til mánuður
Mynd: EPA
Raphael Varane gekk í raðir Manchester United í sumar og hefur byrjað síðustu fimm leiki liðsins í úrvalsdeildinni.

Varane fór af velli í gær vegna meiðsla þegar Frakkland lék gegn Spáni í úrslitaleik Þjóðadeildarinnar.

Meiðslasérfræðingurinn Dr. Rajpal Brar rýnir í meiðslin og fjallar Independent um málið.

„Miðað við staðinn sem grípur í á innanverðu lærinu og þá staðreynd að hann setti ís á lærið þegar hann tók sér sæti. Það má gera ráð fyrir að þetta séu nárameiðsli," sagði Brar á Youtube síðu sinni.

Hversu lengi Varane verður frá fer eftir því hvar nákvæmlega Varane meiddist.

Manchester United mætir Leicester á laugardag og í kjölfarið fylgja leikir gegn Atalanta, Liverpool og Tottenham.


Athugasemdir
banner
banner
banner