Heimild: Vísir
Myndband frá æfingu Burnley á síðasta tímabili vakti mikla athygli í sumar. Þar lét Vincent Kompany, þáverandi þjálfari liðsins, Jóhann Berg Guðmundsson heyra það.
Craig Bellamy var aðstoðarþjálfari Burnley á síðasta tímabili. Bellamy er í dag þjálvari velska landsliðsins sem mætir því íslenska á Laugardalsvelli í kvöld.
Bellamy ræddi við Sindra Sverrisson á Vísi/Stöð 2 Sport í gær og var hann spurður út í íslenska landsliðsfyrirliðann.
Craig Bellamy var aðstoðarþjálfari Burnley á síðasta tímabili. Bellamy er í dag þjálvari velska landsliðsins sem mætir því íslenska á Laugardalsvelli í kvöld.
Bellamy ræddi við Sindra Sverrisson á Vísi/Stöð 2 Sport í gær og var hann spurður út í íslenska landsliðsfyrirliðann.
„Ég þekki fyrirliðann mjög, mjög vel," sagði Bellamy.
„Þið eruð með öfluga leikmenn. Jóhann er lyklakippan. Hann hefur alltaf heillað mig með íslenska landsliðinu og ég hef náð að sjá ansi mikið af Íslandi bara vegna þess að ég þjálfaði Jóhann, má ég kalla hann Jóa? Ég er mjög hrifinn af honum, bæði sem manneskju og leikmanni."
Sindri minntist á myndbandið fræga og bað Bellamy um að lýsa Jóa.
„Hann getur það svo sannarlega [tuðað]. En ég kunni virkilega vel við hann og persónuleika hans. Hann er mjög klár leikmaður og sér leikinn mjög vel. Hann er kröfuharður en á jákvæðan hátt, og ég kann vel við það. Hann krefst svo sannarlega mikils af sjálfum sér líka. Vinny [Kompany] myndi segja það sama, það er mjög auðvelt að vinna með Jóa. Hann hefur reynst Íslandi vel og það var mjög ánægjulegt að vinna með honum," sagði Bellamy í viðtalinu.
Hann ræðir nánar um leikinn í viðtalinu sem má nálgast hér að neðan.
Athugasemdir