Mainoo að fá nýjan samning - Tekur Guardiola við enska landsliðinu - Eriksen fer til Ajax
   fös 11. október 2024 22:51
Haraldur Örn Haraldsson
Hareide um Hákon: Það skiptir mestu máli
Icelandair
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Age Hareide landsliðsþjálfari Íslands var mættur á fréttamannafund eftir leik kvöldins. Ísland gerði 2-2 jafntefli við Wales. Hákon Rafn Valdimarsson stóð vaktina í markinu og stóð sig vel. Mikið hefur verið rætt um markmanns stöðuna í landsliðinu eftir að Age talaði um að það þyrfti mögulega að skipta um markmann ef Hákon færi ekki að spila meira með félagsliði sínu Brentford


„Ég hef áhyggjur af því, hann spilar deildarbikarsleikina fyrir Brentford. Ég ætla að tala við Thomas Frank, þegar við erum búnir með þennan Nóvember glugga. Til að spyrja hann hvort hann geti ekki farið á lán, því það er alltaf erfitt þegar þú ert varamarkmaður. Það er leiðinlegt því hann spilar vel fyrir okkur, en Elías er að standa sig mjög vel hjá Midtjylland, og Patrik er einnig góður markmaður. Fólk segir kannski að við erum mjög heppin að eiga 3 góða markmenn en þetta er erfitt fyrir hina tvo að spila ekki. Þeir spila reglulega fyrir félagsliðin sín en Hákon er ekki að spila mikið. Við verðum bara að fylgjast með stöðunni en á meðan hann stendur sig vel fyrir okkur þá er það, það sem skiptir mestu máli.„



Athugasemdir
banner
banner