Rashford gæti farið frá Man Utd í janúar - Davies hefur áhuga á að fara til Liverpool - Fer Kobel til Chelsea?
   fös 11. október 2024 07:00
Brynjar Ingi Erluson
Neyðarlegt tap í fyrsta leik sem fyrirliði - „Ég er eyðilagður“
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
John Stones bar fyrirliðabandið með enska landsliðinu í fyrsta sinn er England tapaði óvænt fyrir Grikklandi, 2-1, á Wembley í gær, en hann segist eyðilagður yfir úrslitunum.

Varnarmistök kostuðu Englendinga sigurinn en þó má ekki taka neitt af baráttuandanum í liði Grikkja sem fyllilega verðskulduðu stigin þrjú í Þjóðadeildinni.

„Persónulega þá er ég alveg eyðilagður. Þetta er í fyrsta sinn sem ég er með fyrirliðabandið og það er bara erfitt að koma þessum úrslitum og öllum tilfinningum í gær í orð. Undirbúningurinn í dag var eins og í öllum öðrum leikjum en það gekk ekki upp þannig það er synd að það heppnaðist ekki á kvöldi eins og þessu,“ sagði Stones sem hrósaði líka Grikkjum fyrir þeirra frammistöðu

„Við verðum samt að hrósa þeim. Þeir pressuðu á okkur frá fyrstu mínútu og það reyndist okkur erfitt að spila frá vörninni og spila okkar fótbolta með því að brjóta línurnar. Þeir voru mjög þéttir þannig þetta voru bara mikil vonbrigði fyrir okkur.“

George Baldock, leikmaður Panathinaikos og gríska landsliðsins, lést, aðeins 31 árs að aldri, á miðvikudag, en hann fannst látinn á sundlaugarbakkanum á heimili sínu í Aþenu.

Dean Henderson, varamarkvörður Englands, þekkti Baldock eftir tíma þeirra saman hjá Sheffield United, en Stones segir fréttirnar hafa slegið marga leikmenn í hópnum.

„Ég vil fyrir hönd allra í klefanum og enska fótboltasambandsins senda samúðarkveðjur á fjölskyldu hans. Nokkrir strákar í hópnum þekktu hann vel. Dean Henderson var mjög náinn George þannig þetta var ekki auðveldur dagur fyrir hann að fá þessar fregnir,“ sagði Stones.
Athugasemdir
banner
banner