mán 11. nóvember 2019 17:42 |
|
Mátti ekki spyrja Kolbein út í handtökuna í Svíþjóð

Kolbeinn Sigþórsson á æfingu íslenska landsliðsins í Tyrklandi í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fyrir viðtalið fengu fjölmiðlar þó þær upplýsingar frá starfsmönnum KSÍ að ekki mætti spyrja út í þann fréttaflutning að Kolbeinn hefði verið handtekinn í Svíþjóð á dögunum eftir læti á skemmtistað.
Samkvæmt heimildum Fótbolta.net þá skoðaði AIK, félag Kolbeins, atvikið gaumgæfilega og taldi þjálfarinn að ekki ætti að refsa íslenska landsliðsmanninum. Hann er ekki talinn sökudólgur í þeim látum sem áttu sér stað.
Kolbeinn var í byrjunarliði AIK nokkrum dögum eftir þessi læti á skemmtistaðnum og skoraði í leiknum.
Málið er greinilega viðkvæmt. Enginn frá AIK hefur tjáð sig um það og þá vildu landsliðsþjálfararnir Erik Hamren og Freyr Alexandersson ekkert segja um það á fréttamannafundi í síðustu viku.
Viðtal við Kolbein birtist hér á Fótbolta.net í kvöld, án þess að spurt sé út í atvikið umtalaða.
Athugasemdir
Nýjustu fréttirnar
07:00
12:30