Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
banner
   mið 11. nóvember 2020 12:04
Magnús Már Einarsson
Guðjón Baldvins í KR (Staðfest)
Guðjón fagnar marki með KR á sínum tíma.  Hann er nú mættur aftur í Vesturbæinn.
Guðjón fagnar marki með KR á sínum tíma. Hann er nú mættur aftur í Vesturbæinn.
Mynd: Fótbolti.net - Andri Janusson
Sóknarmaðurinn reyndi Guðjón Baldvinsson hefur gengið til liðs við KR en hann hefur skrifað undir tveggja ára samning við félagið.

Guðjón yfirgaf uppeldisfélag sitt Stjörnuna á dögunum.

Hinn 34 ára gamli Guðjón hefur nú samið við KR en hann spilaði í Vesturbænum 2008, 2009 og 2011. Á tíma sínum þar skoraði Guðjón 27 mörk í 54 leikjum í efstu deild.

Samtals hefur Guðjón skorað 61 mark í 151 leik í efstu deild á ferli sínum.

Í sumar skoraði hann fjögur mörk í fjórtán leikjum í Pepsi Max-deildinni með Stjörnunni.

Guðjón er annar leikmaðurinn sem KR fær í sínar raðir eftir tímabil en um helgina kom Grétar Snær Gunnarsson til félagsins frá Fjölni.



Athugasemdir
banner
banner
banner