Cunha orðaður við þrjú félög - Garnacho til Chelsea? - Sjö á óskalistum Amorim - Hvað verður um Rashford? - Chelsea vill risaupphæð
   fim 11. nóvember 2021 21:05
Brynjar Ingi Erluson
Óskar Örn búinn að skrifa undir hjá Stjörnunni
Óskar Örn Hauksson
Óskar Örn Hauksson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Óskar Örn Hauksson er að ganga í raðir Stjörnunnar frá KR en hann er búinn að skrifa undir samning við félagið. Þetta herma heimildir Fótbolta.net.

Óskar er 37 ára gamall og er án félags eftir að samningur hans við KR rann út í síðasta mánuði.

Fótbolti.net greindi frá því á þriðjudag að Óskar væri með tilboð frá Stjörnunni, tilboð sem var töluvert bitastæðara en það sem hann fékk úr vesturbænum.

Samkvæmt heimildum Fótbolta.net er Óskar búinn að skrifa undir samning við Stjörnuna og verður kynntur á næstu dögum.

Óskar hefur þrisvar orðið Íslandsmeistari og tvisvar bikarmeistari með KR. Hann hefur verið hjá félaginu nánast samfleytt síðan 2007 og verið fyrirliði liðsins.

Sjá einnig:
Óskar Örn í Stjörnuna?
Athugasemdir
banner
banner
banner