Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fös 11. nóvember 2022 16:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Með hvaða liði heldur þú? - Giovani er því miður ekki í hóp
Tíu sérfræðingar svara tíu spurningum fyrir HM
'Ég hef alltaf haldið með Argentínu en það er bara út af Messi'
'Ég hef alltaf haldið með Argentínu en það er bara út af Messi'
Mynd: Getty Images
Aleksandar Mitrovic, sóknarmaður Serbíu.
Aleksandar Mitrovic, sóknarmaður Serbíu.
Mynd: Getty Images
Giovani Dos Santos í leik með Mexíkó.
Giovani Dos Santos í leik með Mexíkó.
Mynd: Getty Images
Það eru innan við tíu dagar í að HM í Katar rúlli af stað. Við fengum tíu vel valda sérfræðinga til að svara tíu spurningum sem tengjast mótinu áður en rúllað verður af stað.

Á næstu dögum munum við birta þessar spurningar og svar sérfræðinganna við þeim. Við byrjum á spurningunni: Með hvaða liði heldur þú?

Arrnar Laufdal, Fótbolti.net
Eins og staðan er í dag - þegar það eru tæpir 10 dagar í mót - þá er ég án liðs. Ég keypti mér ensku landsliðstreyjuna með Bellingham aftan á en bara því hún var ódýr og var eina treyjan sem var í boði. Ég neita að halda með þessu boring 5-2-3 kerfi hjá Southgate þannig ég er að hugsa um að halda með Brasilíu eða Spáni.

Ásgerður Stefanía Baldursdóttir, sérfræðingur RÚV
Argentínu.

Gunnar Birgisson, RÚV
Ég var mikill Hollands- og Frakklandsmaður þegar Arsenal var nýlenda fyrir þá leikmenn. Á seinni árum hef ég meira haldið með persónum og leikendum og þar er það kannski einna helst Messi. Ég mun taka ákvörðun eftir fyrstu umferð hverjir verða mínir menn á mótinu, það læðist að mér sá grunur að Damir Muminovic og hans menn í Serbíu gætu orðið skemmtilegir.

Helga Margrét Höskuldsdóttir, RÚV
Þýskaland er og verður alltaf mitt lið.

Jasmín Erla Ingadóttir, Stjarnan
Ég hef alltaf haldið með Argentínu en það er bara út af Messi.

Óskar Smári Haraldsson, þjálfari Fram
Ég held með Mexíkó. Ég á einhverjar 5-6 Mexíkó treyjur með númerinu 10 og 17 aftan á. Sami leikmaður á þeim öllum sem er Giovani Dos Santos. Hann er sonur hins brasilíska Zizinho og bróðir Jonathan Dos Santos. Hann er, og mun alltaf vera, minn uppáhalds leikmaður allra tíma. Ég byrjaði að halda með Mexíkó á HM 2010 þar sem Dos Santos lenti þar í öðru sæti sem efnilegasti leikmaður mótsins á eftir Thomas Müller. Giovani er því miður ekki í hóp Mexíkóa, en líklegt þykir að hann sé búin að leggja skóna á hilluna. Þrátt fyrir það ætla ég að halda tryggð við Mexíkó og vonast eftir ágætis árangri í Katar.

Sigríður Lára Garðarsdóttir, FH
Argentínu.

Sigurður Gísli Bond Snorrason, Afturelding
Ég held að sjálfsögðu með Portugal eftir ófáar fjölskylduferðir til Albufeira á sínum tíma!

Tómas Þór Þórðarson, Síminn Sport
Eins og margir Íslendingar blundar alltaf Englendingur í mér út af Premier League og hvað þá núna vegna vinnunnar en Brasilía hefur verið mitt HM-lið númer eitt, tvö og þrjú frá 1994. HM í USA var fyrsta stórmótið sem ég fylgdist með frá upphafi til enda, tíu ára gamall, og ég gjörsamlega heillaðist af Brössunum og hef haldið með þeim allar götur síðan.

Þórdís Hrönn Sigfúsdóttir, Valur
Hef alltaf haldið með Spánverjum. Þeir spila skemmtilegan fótbolta, lítið um langar sendingar og halda vel í boltann.
Athugasemdir
banner
banner
banner