Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   fös 11. nóvember 2022 13:04
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Fjórir Stjörnumenn erlendis á reynslu - Benfica og FCK meðal liða
Tómas Óli er í Lissabon.
Tómas Óli er í Lissabon.
Mynd: Aðsend
Fjórir ungir Stjörnumenn eru á, eða hafa verið boðaðir á, reynslu hjá erlendum liðum. Það eru þeir Tómas Óli Kristjánsson, Lárus Orri Ólafsson, Gunnar Orri Olsen og Róbert Frosti Þorkelsson.

Tómas Óli er fæddur árið 2008 og hefur dvalið undanfarna daga hjá portúgalska liðinu Benfica þar sem hann hefur æft með U15 ára liðinu og verður í nokkra daga í viðbót. Benfica er ein sterkasta akademía í heiminum og þar af leiðandi gífurlega spennandi fyrir hann.

Lárus Orri er fæddur árið 2006 hefur verið boðið til æfinga hjá Hellas Verona F.C. seinna í mánuðinum. Lárus mun æfa og spila með yngri liðum félagsins á meðan á dvöl hans stendur á Ítalíu.

Gunnar Orri er fæddur árið 2008 og staddur í Danmörku núna þar sem hann hefur verið þessa vikuna að æfa með FC Kaupmannahöfn. Gunnar hefur verið að æfa með U15 og U17 liðum félagsins.

Róbert Frosti er leikmaður meistaraflokks Stjörnunnar og er fæddur árið 2005. Hann hefur verið boðaður til Danska liðsins Fremad Amager að æfa með aðalliðinu. Róbert var einnig kallaður inn í U19 ára landsliðið í þessum mánuði sem tekur þátt í undankeppni EM í Skotlandi.
Athugasemdir
banner
banner
banner