Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   fös 11. nóvember 2022 22:03
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Markalaust í Íslendingaslag í Tyrklandi - Jón Dagur fékk bara tíu mínútur
Birkir Bjarna kom ekkert við sögu en Rúnar hélt hreinu
Birkir Bjarna kom ekkert við sögu en Rúnar hélt hreinu
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Rúnar Alex Rúnarsson snéri aftur í rammann hjá Alanyaspor sem fékk Birki Bjarnason og félaga í Adana Demirspor í heimsókn í tyrknesku deildinni í dag.


Það er skemmst frá því að segja að Birkir sat allan tíman á varamannabekknum í markalausu jafntefli í kvöld. Adana var manni færri allan síðari hálfleikinn eftir að Younes Belhanda fékk að líta rauða spjaldið undir lok fyrri hálfleiks.

Alanyaspor voru mun líklegri en það var ansi rólegur dagur hjá Rúnari í marki liðsins. Eftir úrslitin er Alanyaspor í 9. sæti með 17 stig eftir 14 leiki en Adana er í 3. sæti með 24 stig en búið að spila einum leik minna.

Jón Dagur Þorsteinsson byrjaði á bekknum hjá Leuven þegar liðið tók á móti Seraing í fyrsta leik 17. umferðarinnar í belgísku deildinni. Leuven var 4-0 yfir í hálfleik og Jón Dagur kom inn á þegar 10 mínútur voru til leiksloka, undir lok leiksins bætti Leuven við einu marki og lokatölur því 5-0.

Liðið er í 7. sæti með 25 stig.

Kolbeinn Finnsson spilaði rúman klukkutíma í 1-0 tapi varaliðs Dortmund gegn Aue í þriðju efstu deildinni í Þýskalandi. Kristófer Ingi Kristinsson kom ekkert við sögu i markalausu jafntefli Venlo gegn Willem II í næst efstu deild í Hollandi.

Dortmund er í 14. sæti með 18 stig eftir 17 leiki. Venlo er í 8. sæti með 22 stig eftir 15 leiki.


Athugasemdir
banner
banner