U19 landslið kvenna hefur farið ansi vel af stað í fyrri undankeppni sinni fyrir EM.
Liðið vann 8-0 sigur gegn Liechtenstein í fyrsta leik sínum og vann svo í morgunsárið stórsigur á Færeyjum í öðrum leik sínum.
Færeyjar unnu 3-1 sigur gegn Litháen í fyrsta leik sínum en þurfti að sætta sig við 4-0 tap gegn Íslandi í dag. Írena Héðinsdóttir Gonzalez kom Íslandi á bragðið og bætti Snædís María Jörundsdóttir við öðru marki fyrir leikhlé.
Sædís Rún Heiðarsdóttir og Henríetta Ágústsdóttir bættu svo við mörkum í seinni hálfleik og mjög svo þægilegur sigur staðreynd.
Ef Ísland vinnur riðilinn, eins og liðið er á ansi góðri leið með að gera, þá fer liðið beint áfram á næsta stig undankeppninnar. Það fara að lokum sjö lið á mótið í gegnum undankeppnina en Belgar eru komnir á mótið þar þau halda það.
Byrjunarlið U19 kvenna sem mætir Færeyjum í öðrum leik sínum í fyrri umferð undankeppni EM 2023.
— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) November 11, 2022
Hægt er að sjá leikinn í beinni útsendingu á KSÍ TV, en hann hefst kl. 09:00.https://t.co/GDglFV6t81
Our U19 women side plays the Faroe Islands today.#dottir pic.twitter.com/Qn70l6nN5d
Athugasemdir