Real Madrid setur sig í samband við Dalot - Gyökeres til United eða City - Salah til í eins árs samning - Rooney reynir að bjarga starfinu
   mán 11. nóvember 2024 16:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Elanga sparkað út úr sænska landsliðinu
Anthony Elanga.
Anthony Elanga.
Mynd: Getty Images
Anthony Elanga, kantmaður Nottingham Forest, var sparkað úr sænska landsliðinu vegna agavandamála.

Jon Dahl Tomasson, þjálfari sænska landsliðsins, vildi lítið tjá sig um málið en sænskir fjölmiðlar segja að Elanga hafi ekki mætt í kvöldverð sem hann átti að mæta í. Hann fékk ekkert að spila í síðasta landsleikjaglugga og mætti ekki í kvöldverð eftir seinni leikinn.

„Þið getið spurt Anthony sjálfan hvort hann sé reiður eða ekki," sagði Tomasson við sænska fjölmiðla.

Í dag hélt Tomasson fjölmiðlafund þar sem hann var spurður frekar út í Elanga.

„Nei, hann hefur ekki hringt í mig. Ég reyndi að hringja í hann en ég hef ekki náð sambandi. Ég er viss um að við munum ræða saman," sagði Daninn.
Athugasemdir
banner
banner
banner