Man Utd tilbúið að hlusta á tilboð í Rashford og Martínez - Arteta vill Vlahovic - Ashworth gæti tekið til starfa hjá Arsenal
   mið 11. desember 2024 09:00
Brynjar Ingi Erluson
Brotthvarf Amorim eyðilagði Sporting
Mynd: Getty Images
Portúgalska félagið Sporting tapaði fjórða leikinn í röð er það heimsótti Club Brugge í Meistaradeildinni í gær og er greinilegt að brotthvarf Ruben Amorim hafi haft gríðarlega neikvæð áhrif á hópinn.

Amorim lét af störfum hjá Sporting í byrjun nóvember og tók við Manchester United.

Áður en hann hætti hafði Sporting aðeins tapað fjórum leikjum í síðustu 54 leikjum en eftir að Joao Pereira tók við keflinu hefur liðið tapað fjórum leikjum í röð.

Pereira náði í sigur í fyrsta leik sínum en það hefur allt farið niður á við eftir það.

Sænski framherjinn Viktor Gyökeres raðaði inn mörkum undir stjórn Amorim en aðeins skorað tvö mörk í þessum fimm leikjum undir nýjum þjálfari, þar af eitt gegn C-deildarliði.

Benfica og Porto, erkifjendur Sporting, hafa nýtt sér ófarir liðsins og eru þau nú aðeins tveimur stigum frá toppnum. Þá hefur liðið tapað tveimur leikjum í röð í Meistaradeildinni og alls ekkert víst að liðið komist áfram í umspil.

Talað erum að Pereira njóti ekki virðingar í leikmannaklefanum og talið tímaspursmál hvenær hann verður látinn taka poka sinn
Athugasemdir
banner
banner
banner