Kvennalið Aftureldingar hefur krækt í tvo leikmenn fyrir komandi átök í Lengjudeildinni á næsta tímabili.
Það eru þær Snædís Logadóttir og Hanna Faith Victoriudóttir. Snædís kemur til Aftureldingar eftir a hafa klárað háskólanám í Bandaríkjunum. Hún er uppalin i Val en hefur einnig spilað fyrir FH og ÍA. Hún er 26 ára miðvörður og lék síðast á Íslandi árið 2019, þá með FH. Hún hefur skorað eitt mark í 19 KSÍ leikjum á sínum ferli.
Það eru þær Snædís Logadóttir og Hanna Faith Victoriudóttir. Snædís kemur til Aftureldingar eftir a hafa klárað háskólanám í Bandaríkjunum. Hún er uppalin i Val en hefur einnig spilað fyrir FH og ÍA. Hún er 26 ára miðvörður og lék síðast á Íslandi árið 2019, þá með FH. Hún hefur skorað eitt mark í 19 KSÍ leikjum á sínum ferli.
„Snædís er frábær viðbót við hópinn, hún kemur inn með mikla yfirvegun og þekkir sitt hlutverk á vellinum vel. Hún er kraftmikil, öflug í loftinu og góð með boltann. Við erum spennt að fylgjast með henni þróast sem leikmaður og erum hæstánægð með að hún hafi valið Aftureldingu,”.segir Perry Mclachlan þjálfari meistaraflokks kvenna hjá Aftureldingu.
Hanna Faith er kantmaður sem kemur til Aftureldingar frá FH. Hún er fædd árið 2004, lék tíu leiki í 2. deild með Fjölni fyrri hluta síðasta sumars og lék svo tvo leiki með FH í Bestu deildinni. Hún hefur skorað fimm mörk í 40 KSÍ leikjum á sínum ferli.
„Hanna er afar spennandi ungur leikmaður, hún er hröð og getur skapað mikil vandræði í vörn andstæðinganna. Hún er með góða tækni, góð með boltann og hefur góða eiginleika sem henta vel í pressu og þegar við verjumst. Hún passar vel inn í hópinn sem skiptir okkur miklu máli þegar við tökum inn leikmenn,” segir Perry.
Afturelding endaði í 7. sæti Lengjudeildarinnar á liðnu tímabili.
Athugasemdir