Sir Jim Ratcliffe, minnihlutaeigandi Manchester United, heldur áfram að skoða leiðir til að minnka kostnað hjá félaginu.
Ratcliffe og hans teymi hafa farið ýmsar leiðir til að skera niður kostnað og núna segir Telegraph frá nýjustu leiðinni.
Ratcliffe og hans teymi hafa farið ýmsar leiðir til að skera niður kostnað og núna segir Telegraph frá nýjustu leiðinni.
Starfsfólk Man Utd fær vanalega 100 pund, um 18.000 íslenskar krónur í jólabónus, en hann hefur ákveðið að skipta því út fyrir 40 punda, rúmlega 7.000 íslenskar krónu, gjafakort í M&S.
M&S (Marks & Spencer) er verslunarkeðja sem selur mat, fatnað, heimilisvörur og fleira.
Það er ekki búist við því að þetta muni falla vel í kramið hjá starfsfólkinu sem hafði gert sér vonir um góðan jólabónus.
Athugasemdir