AC Milan hefur lækkað verðmiðann á bakverðinum Theo Hernandez í 50 milljónir evra.
Félagið er farið að óttast það að missa hann á frjálsri sölu en samningur franska landsliðsmannsins rennur út eftir næsta tímabil.
Félagið er farið að óttast það að missa hann á frjálsri sölu en samningur franska landsliðsmannsins rennur út eftir næsta tímabil.
AC Milan hefur verið að reyna að endursemja við Hernandez en það hefur enn sem komið er ekki gengið.
Verðmiðinn á honum var um 80 milljónir evra en samkvæmt Calciomercato er Milan núna tilbúið að skoða tilboð fyrir 50 milljónir evra.
Hernandez er 27 ára gamall en hann hefur leikið með Milan frá 2019.
Hann hefur meðal annars verið orðaður við Manchester United sem sárvantar vinstri bakvörð.
Athugasemdir