Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mið 12. janúar 2022 21:10
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
„Að hann hafi haldið út í þessar mínútur, það lýsir honum vel"
Icelandair
Arnar Þór Viðarsson, landsliðsþjálfari, og Jón Daði.
Arnar Þór Viðarsson, landsliðsþjálfari, og Jón Daði.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Jón Daði Böðvarsson hefur verið frystikistunni hjá enska félaginu Millwall síðustu mánuði og lítið sem ekkert spilað.

Jón Daði fékk að fara í landsliðsverkefni í þessum mánuði og skoraði í dag þegar Ísland gerði 1-1 jafntefli við Úganda.

Arnar Þór Viðarsson, landsliðsþjálfari, var eftir leikinn spurður að því hversu mikilvægt það væri að Jón Daði myndi finna sér annað félag sem allra fyrst.

„Í fyrsta lagi langar mér að minnast á að ég er sérstaklega ánægður fyrir hönd Jóns. Hann skoraði frábært mark. Þessi strákur er búinn að gefa svo mikið, okkur öllum rosalega mikið," sagði Arnar.

„Ég veit að þetta er rosalega mikilvægt fyrir hann, að spila þennan leik eftir rosalega erfiða mánuði hjá Millwall. Ég var rosalega ánægður með hann. Að hann hafi haldið út í þessar mínútur sem hann spilaði, það lýsir honum. Hann er mikill atvinnumaður og er greinilega búinn að æfa vel."

„Það er mikilvægt að hann finni sér stað þar sem honum líður vel og getur spilað fótbolta, líka fundið gleðina aftur. Hann er rosalega ánægður að vera hérna og maður sá það í leiknum í dag."

Sjá einnig:
Jón Daði segir markið gefa sér mikið - „Gengur ekki lengur"
Athugasemdir
banner
banner