Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mið 12. janúar 2022 10:20
Elvar Geir Magnússon
El Clasico í spænska Ofurbikarnum í kvöld
Gabi, Pedri og Ferran Torres á æfingu Barcelona.
Gabi, Pedri og Ferran Torres á æfingu Barcelona.
Mynd: EPA
Spænski Ofurbikarinn er leikinn 5000 kílómetrum frá Spáni, nánar tiltekið í Riyadh í Sádi-Arabíu. Í kvöld verður El Clasico í undanúrslitum en Barcelona og Real Madrid mætast í undanúrslitum klukkan 19.

Spánarmeistarar Atletico Madrid og Athletic Bilbao mætast í hinum undanúrslitaleiknum á morgun og úrslitaleikurinn verður svo næsta sunnudagskvöld.

Xavi, þjálfari Barcelona, hefur verið að endurheimta öfluga leikmenn. Ansu Fati og Pedri eru mættir af meiðslalistanum og Ferran Torres hefur fengið leikheimild eftir kaupin frá Manchester City.

Svona spáir Football-Espana því að byrjunarliðin verði í kvöld:

Barcelona (4-3-3) Ter Stegen, Alba, Araujo, Pique, Alves, Busquets, F fe Jong, Nico, Fati, Dembélé, L de jong.

Real Madrid (4-3-3) Courtois, Mendy, Alaba, Militao, Carvajal, Casemiro, Kroos, Modric, Vinicius Jr, Asensio, Benzema.



Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner