Napoli reynir aftur við Garnacho - Arsenal ekki að ná að semja við Sporting um Gyökeres - Kudus í læknisskoðun hjá Spurs
   mið 12. janúar 2022 15:58
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Fjórða landsliðsmark Jóns Daða dugði ekki til
Átta spiluðu sinn fyrsta landsleik
Icelandair
Jón Daði skoraði mark Íslands.
Jón Daði skoraði mark Íslands.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ísland 1 - 1 Úganda
1-0 Jón Daði Böðvarsson ('6 )
1-1 Patrick Henry Kaddu ('32 , víti)
Lestu um leikinn

Ísland gerði 1-1 jafntefli gegn Úganda í vináttuleik í Tyrklandi í dag. Ísland komst yfir með marki á sjöttu mínútu þegar Jón Daði Böðvarsson skoraði með skalla eftir fyrirgjöf Viðars Ara Jónssonar. Mark Jóns Daða var hans fjórða landsliðsmark á ferlinum.

Úganda jafnaði leikinn á 32. mínútu úr vítaspyrnu eftir að Ari Leifsson braut klaufalega af sér inn á vítateig íslenska liðsins.

Fleiri urðu mörkin ekki en það voru margir sem fengu að spila og nokkrir Íslendingar spiluðu sinn fyrsta A-landsleik. Það voru alls átta; Jökull Andrésson, Finnur Tómas Pálmason, Atli Barkarson, Viktor Karl Einarsson, Viktor Örlygur Andrason, Valdimar Þór Ingimundarson, Hákon Rafn Valdimarsson og Kristall Máni Ingason.

Ísland mætir Suður-Kóreu í hádeginu á laugardag í seinni leik þessa janúarverkefnis.
Athugasemdir
banner
banner