Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mið 12. janúar 2022 13:00
Elvar Geir Magnússon
Markvörður Fílabeinsstrandarinnar féll á lyfjaprófi
Sylvain Gbohouo.
Sylvain Gbohouo.
Mynd: EPA
Sylvain Gbohouo aðalamarkvörður Fílabeinsstrandarinnar getur ekki tekið þátt í Afríkukeppninni þar sem FIFA hefur dæmt hann í keppnisbann.

Efnið trimetazidine, sem er á bannlista, fannst í Gbohouo í lyfjaeftirliti í Eþíópíu þar sem hann spilar fyrir Wolkite City.

Gbohouo hefur 20 daga til að áfrýja og samkvæmt fréttum þá mun hann gera það.

Hann féll á lyfjaprófi fyrir Afríkukeppnina en var valinn í landsliðshópinn í þeirri von að bannið yrði látið niður falla.

„Þetta hefur verið mjög erfitt fyrir leikmanninn. Hann hefur verið með okkur síðan 5. janúar en ekki vitað hvort hann megi spila. Hann hefur ekkert borðað og lítið sofið. Hann er frábær markvörður og stórkostleg persóna," segir Frakkinn Patrice Beaumelle, þjálfari Fílabeinsstrandarinnar.

Fílabeinsströndin hefur leik í Afríkukeppninni í kvöld þegar leikið verður gegn Miðbaugs-Gíneu í E-riðli.
Athugasemdir
banner
banner