Sextán liða úrslit ítalska bikarsins halda áfram í kvöld en Albert Guðmundsson og hans menn í Genoa mæta Roma í Róm.
Albert hefur verið heitur með Genoa undir stjórn Alberto Gilardino en liðið fær nú verðuga samkeppni gegn Jose Mourinho og lærisveinum hans í Roma.
Leikurinn hefst klukkan 20:00 og fer fram á Ólympíuleikvanginum í Róm.
Fiorentina mætir þá Sampdoria í hinum leik dagsins.
Leikir dagsins:
17:00 Fiorentina - Sampdoria
20:00 Roma - Genoa
Athugasemdir