Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fös 12. febrúar 2021 11:30
Magnús Már Einarsson
Maddison vill komast í landsliðið: Veit ég er nógu góður
Mynd: Getty Images
James Maddison, leikmaður Leicester, segist vera hungraður í að vinna sér sæti í enska landsliðshópnum. Hinn 24 ára gamli Maddison hefur spilað vel með Leicester í vetur en eini landsleikur hans hingað til kom gegn Svartfjallalandi árið 2019.

„Ég veit að ég er nægilega góður. Ég vil bara fá tækifærið. Vonandi er það eitthvað sem ég get stefnt að. Það er markmið sem ég er ekki að fela. Ég vil komast aftur í enska landsliðshópinn, svo einfalt er það," sagði Maddison.

„Ef það væri ekki markmið mitt þá væri eitthvað að. Ég kom í gegnum neðri deildirnar og tilfinningin að spila gegn Svartfjallalandi var besta tilfinningin frá upphafi."

„Þetta er eitthvað sem ég er mjög hungraður í. Ég er að vinna í þessu á hverjum degi. Þetta er ástæðan fyrir því að ég er lengur úti á velli, ég vil hjálpa Leicester og brjótast á endanum inn í enska landsliðið."

Athugasemdir
banner
banner