Arsenal ræðir við Palace um Eze - Mateta hitti Liverpool - McAtee skoðar aðstæður í Frankfurt
   fös 12. febrúar 2021 20:25
Aksentije Milisic
Ólafur Guðmunds til Grindavíkur á láni (Staðfest)
Unglingalandsliðsmaðurinn Ólafur Guðmundsson hefur gengið til liðs við Grindavíkur á láni en þetta staðfesti félagið í dag.

Ólafur er fæddur árið 2002 en hann var á mála hjá Keflavík í sumar þar sem hann spilaði þrjá leiki í Lengjudeildinni.

Ólafur kemur á láni frá Breiðabliki en hann mun spila stöðu vinstri bakvarðar hjá Grindavík í sumar.

Í tilkynningu frá félaginu segir: „Varnarmaðurinn Ólafur Guðmundsson er genginn til liðs við Grindavík á láni frá Breiðablik. Ólafi er ætlað stórt hlutverk í liði Grindavíkur í sumar í stöðu vinstri bakvarðar. Velkominn til Grindavíkur!"


Athugasemdir
banner