Unglingalandsliðsmaðurinn Ólafur Guðmundsson hefur gengið til liðs við Grindavíkur á láni en þetta staðfesti félagið í dag.
Ólafur er fæddur árið 2002 en hann var á mála hjá Keflavík í sumar þar sem hann spilaði þrjá leiki í Lengjudeildinni.
Ólafur kemur á láni frá Breiðabliki en hann mun spila stöðu vinstri bakvarðar hjá Grindavík í sumar.
Í tilkynningu frá félaginu segir: „Varnarmaðurinn Ólafur Guðmundsson er genginn til liðs við Grindavík á láni frá Breiðablik. Ólafi er ætlað stórt hlutverk í liði Grindavíkur í sumar í stöðu vinstri bakvarðar. Velkominn til Grindavíkur!"
Ólafur Guðmundsson á láni til Grindavíkur!
— UMFG - Ungmennafélag Grindavíkur (@umfg) February 12, 2021
Varnarmaðurinn Ólafur Guðmundsson er genginn til liðs við Grindavík á láni frá Breiðablik.
Ólafi er ætlað stórt hlutverk í liði Grindavíkur í sumar í stöðu vinstri bakvarðar.
Velkominn til Grindavíkur!
💛💙@Fotboltinet #lengjudeildin pic.twitter.com/FzGhEHrh7X
Athugasemdir