Kerfisbreyting hjá Man Utd? - Nunez var nálægt Sádi - Stórlið vilja Dean Huijsen - Ratcliffe að reka fleiri?
   mið 12. febrúar 2025 08:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Vinicius sá borðann hjá stuðningsmönnnum City - „Gefur mér meiri styrk"
Mynd: EPA
Stuðningsmenn Man City skutu föstum skotum á Vinicius Junior, leikmann Real Madrid, í leik liðanna í Meistaradeildinni á Etihad í gær.

Stuðningsmennirnir voru með risastórann borða sem á stóð: „Hættu að grenja úr þér hjartað."

Þar voru þeir að. vitna í Ballon d'Or skrípaleikinn þegar enginn fulltrúi frá Real Madrid mætti á athöfnina þegar Rodri vann titilinn í baráttunni við Vinicius.

Hann sagði að þessi gjörningur hafi bara haft góð áhrif á sig en hann lagði upp sigurmarkið á Jude Bellingham.

„Ég sá borðann. Í hvert skipti sem stuðningsmenn gera eitthvað svona gefa þeir mér meiri styrk í að eiga frábæran leik og ég gerði það hér," sagði Vinicius.
Athugasemdir
banner
banner