Amorim gæti stigið frá borði ef slæmt gengi Man Utd heldur áfram - Bayern ætlar ekki að bjóða Sane hærri samning
   sun 12. mars 2023 14:31
Brynjar Ingi Erluson
Aftur skoraði Gabriel gegn Fulham - Martinelli tvöfaldaði forystuna
Nafnarnir, Gabriel Magalhaes og Gabriel Martinelli, eru búnir að koma Arsenal í 2-0 gegn Fulham á Craven Cottage.

Antonee Robinson, bakvörður Fulham, kom boltanum í eigið net á 16. mínútu, en markið var dæmt af þar sem Gabriel Martinelli var rangstæður í aðdragandanum.

Aðeins fimm mínútum síðar skoraði Arsenal löglegt mark. Leandro Trossard tók hornspyrnu beint á kollinn á Gabriel sem skoraði með góðum skalla en þetta var þriðja mark hans á tímabilinu.

Gabriel skoraði einnig í 2-1 sigri Arsenal á Fulham fyrr á tímabilinu.

Martinelli tvöfaldaði forystuna nokkrum mínútum síðar eftir sendingu frá Trossard.

Sjáðu markið hjá Gabriel
Sjáðu markið hjá Martinelli
Athugasemdir
banner
banner