Amorim gæti stigið frá borði ef slæmt gengi Man Utd heldur áfram - Bayern ætlar ekki að bjóða Sane hærri samning
   sun 12. mars 2023 15:01
Brynjar Ingi Erluson
Auðvelt hjá Arsenal - Þriðja stoðsending Trossard
Arsenal er 3-0 yfir í hálfleik gegn Fulham og virðist þetta alltof auðvelt fyrir gestina.

Gabriel Magalhaes og Gabriel Martinelli skoruðu tvö mörk á fimm mínútum áður en Martin Ödegaard skoraði þriðja markið undir lok fyrri hálfleiks.

Leandro Trossard lagði auðvitað upp markið en hann er því með allar þrjár stoðsendingarnar í dag.

Hann gaf boltann fyrir frá vinstri og í teiginn á Ödegaard. Sá fékk allan tímann í heiminum til að labba framhjá varnarmönnum Fulham og skjóta í markið.

Sjáðu markið hjá Ödegaard
Athugasemdir
banner