Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   sun 12. mars 2023 08:30
Elvar Geir Magnússon
BBC meðvitað um mistök og reynir að fá Lineker aftur
Lineker að störfum fyrir BBC.
Lineker að störfum fyrir BBC.
Mynd: Getty Images
Lineker skellti sér á völlinn í gær.
Lineker skellti sér á völlinn í gær.
Mynd: Getty Images
Match of the Day þátturinn sem fór í loftið á BBC í gær var ansi furðulegur. 19 mínútna þáttur þar sem sýnt var úr laugardagsleikjunum í ensku úrvalsdeildinni án sérfræðinga í setti og án lýsenda.

Samstarfsfólk Gary Lineker neitaði að taka þátt í þættinum eftir að Lineker var settur í hliðar eftir umdeilda færslu á Twitter. BBC hefur fengið mikla gagnrýni fyrir ákvörðun sína og sagt er að stöðin hafi áttað sig á því að mistök voru gerð.

Tim Davie forstjóri BBC segir að allt verði gert til að leysa málið og fá Lineker til að snúa aftur. Talað er um eitt vandræðalegasta mál sem hafi komið upp hjá breska ríkissjónvarpinu.

Davie segir að endurskoða verði ákvörðun BBC eftir að hafa verið bent á að Lord Sugar, umsjónarmaður sjónvarpsþáttarins The Apprentice á stöðinni, sé duglegur að tísta um pólitík og aldrei verið látinn víkja til hliðar. Auk þess sé Lineker verktaki hjá BBC en ekki fastráðinn starfsmaður.

Færsla Lineker sem vakti þessi viðbrögð BBC voru gagnrýni á ríkisstjórnina en hann líkti nýrri stefnu sem varðar flóttafólk við stefnu Þjóðverja í kringum síðari heimsstyrjöldina. Hann var beðinn um að biðjast afsökunar á skrifum sínum en neitaði að gera það.

Lineker fór með syni sínum á leik Leicester og Chelsea í gær en hann er stuðningsmaður Leicester. Daily Mail segir að Lineker hafi átt erfitt með að halda aftur af tilfinningum sínum þegar hann sá sitt nánasta samstarfsfólk sýna honum stuðning með því að neita að taka þátt í Match of the Day.
Athugasemdir
banner
banner