Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   sun 12. mars 2023 08:45
Brynjar Ingi Erluson
Conte: Leikmenn sem segjast vilja spila þurfa að standa sig
Mynd: Getty Images
Brasilíski framherjinn Richarlison fékk að byrja í 3-1 sigri Tottenham á Nottingham Forest í gær en á dögunum kvartaði hann yfir því hvað hann fengi að spila lítið.

Richarlison gagnrýndi Conte í viðtali á dögunum en ítalski stjórinn skildi það ekki þannig.

Brasilíumaðurinn byrjaði í sigrinum í gær og var frábær en hann lagði upp tvö mörk í leiknum.

Conte var aftur spurður út í Richarlison en þá sagði hann einfaldlega að fólk þyrfti að skilja það hvernig hlutirnir virka í hópnum.

„Ef ég svara þessu með Richarlison þá reyni ég alltaf að taka bestu ákvörðunina þegar það kemur að byrjunarliðinu og í gær valdi ég að byrja honum og hvíla Kulusevski.“

„Ég skil ekki fólkið sem skilur ekki mikilvægi þess að rótera. Við erum með góða leikmenn á bekknum og þá er hægt að breyta leiknum.“

„Ef þú vilt vinna titla í framtíðinni þá þarftu að hafa um 16, 17, eða 18 leikmenn til að rótera og spila svo einn leik í einu. Þegar leikmenn segja síðan að þeir vilji spila þá þurfa þeir að standa sig og ef þeir eru þreyttir þá kemur ekkert úr þeim. Það getur verið að þeir njóti þess að spila en við töpuðum leiknum,“
sagði Conte.
Athugasemdir
banner
banner
banner