
Dagný Brynjarsdóttir, fyrirliði West Ham, lagði upp mark liðsins í 2-1 tapi gegn Aston Villa í WSL-deildinni í dag.
Íslenska landsliðskonan byrjaði á bekknum hjá West Ham en kom inná í hálfleik.
Villa var þá yfir með einu marki en annað mark liðsins kom í byrjun þess síðari.
Undir lok leiksins lagði Dagný upp mark West Ham með laglegri fyrirgjöf á Viviane Asseyi. Lengra komst West Ham ekki og þurfti liðið að sætta sig við tap.
West Ham er í 7. sæti með 16 stig.
Sveindís Jane Jónsdóttir kom þá inn af bekknum á 71. mínútu í 4-1 sigri Wolfsburg á Bayer Leverkusen. Wolfsburg er búið að endurheimta toppsætið af Bayern München en Wolfsburg er með 39 stig á meðan Bayern er með 37 stig.
Athugasemdir