Man City ræðir um möguleg kaup á Ait-Nouri - Adarabioyo eftirsóttur - Newcastle vill Sesko
banner
   sun 12. mars 2023 12:17
Brynjar Ingi Erluson
Gerrard í viðræðum við tyrknesku meistarana
Mynd: EPA
Steven Gerrard, fyrrum stjóri Aston Villa, er í viðræðum um að taka við tyrkneska félaginu Trabzonspor en þetta kemur fram í tyrkneskum miðlum.

Gerrard, sem var látinn fara frá Aston Villa í október á síðasta ári og hefur verið án starfs síðan.

Áður stýrði hann Rangers í Skotlandi þar sem hann gerði liðið að meisturum en nú gæti hann verið að taka við einu sterkasta lið tyrknesku deildarinnar.

Samkvæmt tyrkneska blaðinu Karar er Gerrard mættur til Tyrklands í viðræður við Trabzonspor.

Trabzonspor varð meistari á síðasta tímabili en hefur ekki náð að fylgja því eftir á þessari leiktíð og situr liðið nú í 6. sæti deildarinnar með 38 stig.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner