Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   sun 12. mars 2023 17:06
Brynjar Ingi Erluson
Hákon Arnar heitur - Skoraði og lagði upp á tveimur mínútum
Hákon Arnar hefur komið að fjórum mörkum í síðustu þremur leikjum
Hákon Arnar hefur komið að fjórum mörkum í síðustu þremur leikjum
Mynd: Getty Images
Skagamaðurinn Hákon Arnar Haraldsson er heitur þessa dagana en hann skoraði og lagði upp í 4-1 sigri FCK á Horsens í Íslendingaslag í dönsku úrvalsdeildinni í dag.

Hákon skoraði í sigri á Odense í síðustu umferð og hafði þá lagt upp mark í bikarsigri á Vejle í byrjun mánaðarins.

Hann hélt áfram góðu gengi sínu í dag. Hákon var að sjálfsögðu í byrjunarliði FCK.

Meistararnir voru einu marki undir í hálfleik en í þeim síðari opnuðust flóðgáttirnar.

FCK jafnaði áður en Hákon tók leikinn í sínar hendur. Hann kom FCK í forystu á 52. mínútu og tveimur mínútum síðar lagði hann upp þriðja mark liðsins fyrir Jordan Larsson.

Hákon fór af velli á 73. mínútu leiksins. Ísak Bergmann Jóhannesson sat allan tímann á varamannabekknum, en FCK er í 2. sæti deildarinnar með 39 stig.

Aron Sigurðarson kom inná á 67. mínútu í lið Horsens en lið hans er í 10. sæti með 22 stig.
Athugasemdir
banner
banner
banner