Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   sun 12. mars 2023 08:00
Brynjar Ingi Erluson
Heppinn að sleppa við rautt spjald
Mynd: EPA
Franski framherjinn Kylian Mbappe gerði sigurmark Paris Saint-Germain í 2-1 sigrinum á Brest í gær en margir eru á því að hann hafi átt að fá rauða spjaldið nokkrum mínútum áður.

Mbappe og Haris Belkebla, leikmaður Brest, voru að kljást á vellinum sem endaði með því að Mbappe sparkaði aftan í hann en Belkabla brást ekki vel við því. Hann reiddist og hélt í fótinn á Mbappe.

Frakkanum var ekki skemmt og fór það svo að hann sparkaði í bringuna á Bekebla.

Dómari leiksins gaf báðum leikmönnum gula spjaldið og þar við sat en átti Mbappe að sjá rauða spjaldið í þessu atviki?

Hægt er að sjá það hér fyrir neðan.


Athugasemdir
banner
banner