Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   sun 12. mars 2023 00:02
Brynjar Ingi Erluson
Klopp skilur ekkert í því af hverju Lineker var látinn stíga til hliðar
Mynd: EPA
Mynd: Getty Images
Jürgen Klopp, stjóri Liverpool, á erfitt með að skilja það af hverju Gary Lineker var látinn stíga til hliðar eftir ummæli sín um stefnu ríkisstjórnarinnar sem varða flóttafólk og innflytjendur.

Lineker líkti nýrri stefnu ríkisstjórnarinna við þá sömu og Þjóðverjar notuðu í kringum síðari heimsstyrjöldina en ríkisstjórninni þótti þessi ummæli gróf.

BBC lét Lineker stíga til hliðar vegna brots á reglum um hlutleysi og ákváðu því samstarfsfélagar hans í Match of the Day að gera það sama og neita að vera í þættinum sem var sjónvarpaður í kvöld.

Enginn var í þættinum og var aðeins sýnt frá leikjunum með engri lýsingu eða umræðu.

Klopp botnar ekkert í því af hverju Lineker var látinn stíga til hliðar enda fannst honum ekkert að því sem hann sagði.

„Ég er ekki innfæddur en ég get ekki séð af hverju þú lætur einhvern stíga til hliðar fyrir að segja þetta,“ sagði Klopp.

„Ég er ekki viss hvort þetta sé orðbragðið en þetta er heimurinn sem við búum í. Allir láta sig það varða að gera hlutina á réttan hátt og segja réttu hlutina. Ef þú gerir það ekki þá býrðu til kaós. Þetta er rosalega erfiður heimur til að búa í en ef ég skil þetta rétt þá eru þetta skilaboð og skoðun um mannréttindi og hann á að eiga réttinn á að segja þetta,“ sagði Klopp
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner