Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   sun 12. mars 2023 09:51
Brynjar Ingi Erluson
Man Utd óttast að geta ekki selt Maguire - Verður Pickford arftaki Lloris hjá Tottenham?
Powerade
Jordan Pickford gæti farið til Tottenham
Jordan Pickford gæti farið til Tottenham
Mynd: EPA
Erling Haaland til PSG?
Erling Haaland til PSG?
Mynd: Getty Images
Það gæti reynst erfitt fyrir Man Utd að selja Maguire
Það gæti reynst erfitt fyrir Man Utd að selja Maguire
Mynd: Getty Images
Hvaða leikmenn kaupir Barcelona í sumar?
Hvaða leikmenn kaupir Barcelona í sumar?
Mynd: EPA
Þá er komið að öllu því helsta í slúðrinu á þessum fína sunnudegi en Manchester United, Tottenham, PSG og Barcelona koma mikið fyrir í pakkanum.

Tottenham vill kaupa enska landsliðsmarkvörðinn Jordan Pickford (29) frá Everton í sumar þó hann hafi nýlega skrifað undir langímasamning við félagið. (Sun)

Emiliano Martínez (30), markvörður Aston Villa og argentínska landsliðsins, er einnig á blaði hjá Tottenham en félagið er í leit að arftaka Hugo Lloirs (36). (Sun)

Paris Saint-Germain íhugar að leggja fram tilboð í Erling Braut Haaland (22), framherja Manchester City, í sumar. (RMC Sport)

Kylian Mbappe (24), framherji Paris Saint-Germain, gæti þá farið til Real Madrid, en föruneyti Mbappe hefur sagt spænska félaginu að hann hafi enn áhuga áð ganga í raðir Madrídinga og segist sjá eftir því að hafa framlengt við PSG. (Marca)

Chelsea hefur sett það í forgang að fá Frenkie de Jong (25), miðjumann Barcelona og hollenska landsliðsins, í sumar. (Football Insider)

Joao Felix (23) er ánægður með lánsdvölina hjá Chelsea og mun enska félagið ræða við Atlético um að gera skiptin varanleg þegar leiktíðinni lýkur. (Relevo)

Steven Gerrard, fyrrum stjóri Aston Villa, er mættur til Istanbúl til að ræða við tyrkneska félagið Trabzonspor. (Karar)

Manchester United er reiðubúið að borga metfé fyrir Harry Kane (29), framherja Tottenham, í sumar. Hann yrði dýrasti breski leikmaðurinn frá upphafi. (Mirror)

Everton hefur áhuga á því að fá Iliman Ndiaye (23), framherja Sheffield United í sumar. (Sun)

West Ham er að fylgjast með brasilíska miðjumanninum Gabriel Sara (23), en Atlético Madríd og RB Leipzig eru einnig á eftir þessum ágæta leikmanni Norwich. (Sunday Mirror)

Paris Saint-Germain ætlar að fá Pau Torres (26), miðvörð Villarreal, í sumar, aðeins ári eftir að Erik ten Hag, stjóri Manchester United, sannfærði enska félagið um sleppa því að kaupa hann. (Mirror)

Sumaráætlanir Ten Hag á markaðnum hafa ekki breyst þrátt fyrir að United grút tapaði fyrir Liverpool síðustu helgi. (Telegraph)

Manchester United óttast það að félagið get ekki selt Harry Maguire (30) í sumar. Maguire er með um 200 þúsund pund í vikulaun og fælir það mörg félög frá. (Football Insider)

Barcelona mun líklega ekki eltast við Bernardo Silva (28), leikmann Manchester City í sumar, en enska félagið vill um 70 milljónir punda fyrir portúgalska miðjumanninn. (Mundo Deportivo)

AC Milan virðist ætla að draga sig úr baráttunni um Naby Keita (28), miðjumann Liverpool, en launakröfur hans eru sagðar óraunhæfar. Hann verður samningslaus í sumar. (Calciomercato)

St, Louis City í MLS-deildinni er meðal þeirra félaga sem hafa áhuga á Roberto Firmino (31), leikmanni Liverpool, en hann hefur ákveðið að yfirgefa enska félagið í sumar. (Bleacher Report)

Marseille mun líklega ekki nýta kaupréttinn á Eric Bailly (28) í sumar og mun hann því snúa aftur til Manchester United. (L'Equipe)

Barcelona hefur ekki lengur áhuga á að fá Marcus Thuram (25) á frjálsri sölu frá Borussia Monchengladbach í sumar. Bayern er að ganga frá samningum við franska framherjann. (Mundo Deportivo)

Börsungar eru þá að fylgjast með þýska ungstirninu Saido Balde (14), en hann er á mála hjá HSV Hamburg. (Bild)
Athugasemdir
banner
banner