Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   sun 12. mars 2023 13:12
Brynjar Ingi Erluson
Ragnar Bragi framlengir við Fylki til 2025
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ragnar Bragi Sveinsson, fyrirliði Fylkis, hefur framlengt samning sinn við uppeldisfélagið til næstu tveggja ára.

Árbæingurinn er fæddur árið 1994 en hann fór ungur að árum til þýska félagsins Kaiserslautern. Hann eyddi tveimur árum þar áður en hann sneri aftur í Fylki.

Hann á að baki 140 leiki og 14 mörk fyrir Fylki í deild- og bikar en þá spilaði hann einnig eitt tímabil með Víkingi R. fyrir sex árum.

Ragnar Bragi, sem er fyrirliði Fylkis, skrifaði í dag undir nýjan tveggja ára samning við félagið.

Fylkir, sem féll úr efstu deild árið 2021, staldraði ekki lengi við í Lengjudeildinni, en liðið vann hana örugglega á síðasta ári.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner