Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   sun 12. mars 2023 15:15
Brynjar Ingi Erluson
Sævar Atli skoraði tvö í sigri Lyngby - Alfreð og Kolbeinn lögðu upp
Sævar Atli skoraði tvö fyrir Lyngby
Sævar Atli skoraði tvö fyrir Lyngby
Mynd: Per Kjærbye
Alfreð Finnbgason lagði upp þriðja mark Lyngby
Alfreð Finnbgason lagði upp þriðja mark Lyngby
Mynd: Heimasíða Lyngby
Sævar Atli Magnússon skoraði tvö mörk er Lyngby náði í þriðja sigur sinn í dönsku úrvalsdeildinni í dag en liðið vann Midtjylland, 3-1, á útivelli.

Leiknismaðurinn kom Lyngby á bragðið á 16. mínútu leiksins með góðu skoti framhjá Jonas Lössl í markinu.

Midtjylland jafnaði metin á 57. mínútu en Lyngby spilar hvern einasta leik eins og úrslitleik í þessari deild og var því ákveðið að ná í sigurinn.

Sævar gerði annað mark sitt á 79. mínútu og nú var það Kolbeinn Birgir Finnsson sem lagði það upp áður en Alfreð Finnbogason þræddi Frederik Gytkjær í gegn stuttu síðar. Lokatölur 3-1 og Íslendingarnir allt í öllu.

Lyngby er áfram í neðsta sæti en með 15 stig, jafnmörg og Álaborg sem er í næst neðsta sæti. Freyr Alexandersson er þjálfari Lyngby.

Elías Rafn Ólafsson sat á bekknum hjá Midtjylland en liðið er í 8. sæti með 27 stig.

Atli Barkarson og Orri Steinn Óskarsson spiluðu báðir allan leikinn í 3-2 sigri SönderjyskE á Vendsyssel í dönsku B-deildinni. SönderjyskE er í 3. sæti með 34 stig.

Davíð Kristján úr leik í sænska bikarnum

Davíð Kristján Ólafsson og hans menn í Kalmar eru úr leik í sænska bikarnum eftir að liðið tapaði fyrir Mjällby í vítaspyrnukeppni í 8-liða úrslitum. Davíð spilaði allan leikinn.

Andri Fannar Baldursson kom inná á 54. mínútu er NEC Nijmegen gerði 2-2 jafntefli við Utrecht í hollensku úrvalsdeildinni. NEC er í 9. sæti með 31 stig.

Rúnar Alex Rúnarsson lék allan leikinn í marki Alanyaspor sem tapaði fyrir Ankaragucu, 2-0, í tyrknesku úrvalsdeildinni. Alanyaspor er í 11. sæti með 28 stig.
Athugasemdir
banner
banner
banner