Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   sun 12. mars 2023 10:18
Brynjar Ingi Erluson
Snýr aftur til Udinese
Mynd: Getty Images
Hollenski bakvörðurinn Marvin Zeegelaar skrifaði í gær undir samning við ítalska félagið Udinese en hann gildir út þessa leiktíð.

Zeegelaar, sem er 32 ára gamall, getur spilað bæði sem bakvörður og á miðsvæðinu.

Hann er uppalinn hjá Ajax en hefur einnig spilað fyrir Sporting, Watford og Blackpool.

Árið 2019 var hann lánaður frá Watford í Udinese, eitthvað sem hefur tíðkast á síðustu árum, enda bæði félög í eigu Pozzi-fjölskyldunnar.

Zeegelaar gerði skiptin til Udinese varanleg árið 2020 en samningur hans við félagið rann út eftir síðustu leiktíð. Hann hefur verið án félags síðan en er nú óvænt mættur aftur á samning út þetta tímabil.

Hollendingurinn var á bekknum hjá Udinese í 1-0 sigri þess á Empoli í gær.
Athugasemdir
banner
banner
banner