sun 12. mars 2023 16:49
Brynjar Ingi Erluson
Ten Hag: Dómarinn hafði áhrif á leikinn
Erik ten Hag
Erik ten Hag
Mynd: EPA
Casemiro gengur af velli
Casemiro gengur af velli
Mynd: Getty Images
Erik ten Hag, stjóri Manchester United á Englandi, var ekki ánægður við dómgæsluna í markalausa jafnteflinu gegn Southampton á Old Trafford í dag.

Leikmenn Manchester United kölluðu þrisvar eftir því að fá vítaspyrnu í leiknum.

Bruno Fernandes datt í teignum eftir viðskipti sín við Kyle Walker-Peters og sá virtis Armel Bella-Kotchap handleika knöttinn í teignum undir lok fyrri hálfleiks.

Marcus Rashford féll þá í teignum þegar 77 mínútur voru liðnar eftir að Gavin Bazunu, markvörður Southampton, rauk út í hann, en ekkert dæmt.

Anthony Taylor, dómari leiksins, rak þá Casemiro af velli á 32. mínútu eftir ljóta tæklingu á Carlos Alcaraz, en Ten Hag botnaði ekkert í dómgæslunni.

„Ég verð að hrósa liðinu. Strákarnir sýndu mikinn karakter til að spila manni færri í svona langan tíma. Þeir voru líkamlega og andlega sterkir að ná í stigið,“ sagði Ten Hag.

Átti United að fá víti?

„Klárlega. Það er enginn vafi á því. Ég veit ekki af hverju VAR skarst ekki í leikinn.“

Casemiro hefur fengið tvö rauð spjöld í deildinni á þessu tímabili.

„Casemiro hefur spilað yfir 500 leiki í Evrópu og hefur aldrei fengið rautt spjald. Núna hefur hann fengið tvö í ensku úrvalsdeildinni

„Fjarvera hans er ekki vandamálið. Við munum eiga við það. Dómarinn hafði áhrif á þennan leik,“
sagði Ten Hag.
Athugasemdir
banner
banner
banner