Bayern og Real vilja Dalot - Liverpool að vinna í Kerkez - Newcastle ætlar að reyna við Delap
   mið 12. mars 2025 16:40
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Mount mættur aftur eftir þriggja mánaða fjarveru - Yoro ekki með gegn Sociedad
Mynd: EPA
Mason Mount sneri aftur á æfingu hjá Manchester United í dag. Hann hefur verið frá vegna meiðsla síðustu mánaða. Hann spilaði síðast 15. desember.

Manuel Ugarte var einnig mættur aftur eftir stutta fjarveru en Leny Yoro er meiddur og Harry Maguire er ekki orðinn klár. Yoro er meiddur á fæti.

„Það er of snemmt fyrir Mount að spila á morgun," sagði Ruben Amorim, stjóri United, í dag.

Framundan er leikur við Real Sociedad á Old Trafford í 16-liða úrslitum Evrópudeildarinnar. Staðan í einvíginu er jöfn eftir fyrri leikinn á Spáni. Nýr landsliðsfyrirliði Íslands, Orri Steinn Óskarsson, er leikmaður Real Sociedad.

Amorim staðfestir að Yoro og Maguire verða ekki með á morgun en hann vonast til að Maguire geti spilað gegn Leicester á sunnudag. Amorim býst svo við Yoro aftur eftir landsleikjahlé. Ugarte verður í hópnum á morgun.
Athugasemdir
banner
banner
banner