Brighton og Everton mætast í ensku úrvalsdeildinni í kvöld en leikurinn fer fram á American Express Community-leikvanginum og hefst leikurinn klukkan 19:15.
Gylfi Þór Sigurðsson er í byrjunarliði Everton en Dominic Calvert-Lewin er ekki með liðinu í dag. Hann varð fyrir smávægilegum meiðslum á æfingu og ekki er tekin áhætta með hann.
Andre Gomes og Allan eru báðir meiddir en en Ben Godfrey kemur einnig inn í liðið ásamt Gylfa.
Hægt er að sjá liðin hér fyrir neðan.
Brighton: Sanchez; Veltman, Dunk, White, Moder; Bissouma, Lallana, Gross; Trossard, Maupay, Welbeck.
Everton: Olsen; Coleman, Keane, Mina, Holgate, Godfrey; Rodriguez, Sigurdsson, Davies, Digne; Richarlison.
Athugasemdir