West Brom 3 - 0 Southampton
1-0 Matheus Pereira ('32 , víti)
2-0 Matthew Phillips ('35 )
3-0 Callum Robinson ('69 )
1-0 Matheus Pereira ('32 , víti)
2-0 Matthew Phillips ('35 )
3-0 Callum Robinson ('69 )
Nýliðar WBA unnu Southampton 3-0 í ensku úrvalsdeildinni í kvöld en VAR-tæknin stal senunni í byrjun leiks. WBA náði hins vegar að hrista það af sér og gera út um leikinn.
Á 5. mínútu leiksins var löglegt mark dæmt af Mbaye Diagne. Kyle Bartley og Diagne stóðu hlið við hlið þegar boltinn barst til Diagne sem skoraði. Diagne var í línu við Jannik Vestergaard og spilaði danski varnarmaðurinn hann réttstæðan en VAR merkt línuna við Bartley þar sem myndavélin var ekki með sjónarhorn á Diagne.
Markið því dæmt af en það kom ekki að sök. Matheus Pereira kom WBA yfir úr víti á 32. mínútu. Fraser Forster, markvörður Southampton, braut á Pereira og tók hann vítið sjálfur og skoraði örugglega.
Þremur mínútum síðar tvöfaldaði Matthew Phillips forystuna eftir frábæra fyrirgjöf frá Diagne. Fyllilega verðskulduð forysta.
Callum Robinson gerði þriðja markið á 69. mínútu með frábæru skoti. Southampton fékk tækifæri á að jafna undir lokin er Conor Townsend braut á Moussa Djenepo en Sam Johnstone varði vítaspyrnuna frá James Ward-Prowse.
3-0 sigur WBA staðreynd. Risastór sigur fyrir WBA í fallbaráttunni en liðið er nú með 24 stig í næst neðsta sæti þegar liðið á sjö leiki eftir í deildinni. Átta stigum frá öruggu sæti. Southampton er í 14. sæti með 36 stig.
Athugasemdir