
Ensku slúðurblöðin eru í góðum gír í dag. Nóg af kjaftasögum fyrir sumarið.
Jose Mourinho, stjóri Tottenham, er að íhuga að fá Marouane Fellaini (33) til Tottenham í sumar frá Shandong Luneng í Kína. Mourinho og Fellaini voru saman hjá Manchester United á sínum tíma. (Sun)
Arsenal ætlar að reyna að kaupa Jesse Lingard frá Manchester United í sumar. (Star)
Leicester er á undan Manchester United og Tottenham í kapphlaupinu um Boubakary Soumare (22) miðjumann Lille. (Star)
Bayern Munchen ætlar að reyna að fá Jurgen Klopp, stjóra Liverpool, til að taka við sem þjálfari í sumar ef Hansi Flick hættir með Bayern til að taka við þýska landsliðinu. (90mins)
Herbert Hainer, forseti Bayern, er viss um að Flick verði áfram hjá Bayern. (Goal)
Liverpool hefur áhuga á Pedri (18) hjá Barcelona en ensku meistararnir þurfa að vera fljótir til áður en hann gerir nýjan samning. (Star)
PSG hefur rætt við umboðsmenn Mohamed Salah (28) fyrir hugsanleg félagaskipti í sumar. (Telefoot)
Mauricio Pochettino, þjálfari PSG, hefur rætt við Harry Kane (27) um að koma til félagsins frá Tottenham í sumar. (Telefoot)
Manchester United hefur mikinn áhuga á Pau Torres (24) varnarmanni Villarreal en Bayern Munchen og Real Madrid vilja líka fá hann. (AS)
Crystal Palace hefur ákveðið að reyna að fá kantmanninn Florian Thauvin (28) frá Marseille í sumar þar sem ólíklegt er að félagið geti fengið Ismaila Sarr (23) frá Watford. (Sun)
West Ham vill fá markvörðinn Seny Dieng (26) frá QPR. (Sun)
Athugasemdir