Betis 2 - 1 Celta
1-0 Juan Miranda ('53 )
2-0 Nabil Fekir ('83 )
2-1 Jorgen Strand Larsen ('90 )
1-0 Juan Miranda ('53 )
2-0 Nabil Fekir ('83 )
2-1 Jorgen Strand Larsen ('90 )
Real Betis vann sinn fyrsta leik í tæpa tvo mánuði í kvöld er það lagði Celta Vigo að velli, 2-1, í La Liga á Spáni.
Betis hafði tapað síðustu fjórum deildarleikjum sínum fram að leiknum í kvöld.
Vigo-liðið hafði verið sterkara liðið í fyrri hálfleiknum og var því eflaust svekkt með að hafa ekki verið með forystu í hálfleik.
Betis kom sterkt inn í síðari hálfleikinn. Vinstri vængbakvörðurinn Juan Miranda skoraði eftir stoðsendingu frá samherja sínum í hægri bakverðinum, Hector Bellerin, áður en franski sóknartengiliðurinn Nabil Fekir gerði annað marki sjö mínútum fyrir leikslok.
Jorgen Strand Larsen klóraði í bakkann fyrir Celta Vigo undir lokin en lengra komst Celta ekki. Fyrsti sigur Betis síðan í febrúar og er liðið nú í 7. sæti með 45 stig en Celta í 17. sæti með 28 stig.
Athugasemdir