Rodrygo orðaður við Liverpool - Mörg félög í Sádi-Arabíu vilja Casemiro - Dortmund hefur áhuga á Greenwood
   fös 12. apríl 2024 19:02
Brynjar Ingi Erluson
Timber spilar sinn fyrsta leik í átta mánuði
Mynd: Getty Images
Hollenski varnarmaðurinn Jurrien Timber er allur að koma til og er góður möguleiki á því að hann verði klár með aðalliði Arsenal í byrjun maí.

Timber kom til Arsenal frá Ajax á síðasta ári en hann sleit krossband í fyrsta deildarleik með enska liðinu og hefur því ekkert spilað síðan.

Leikmaðurinn hefur verið í strangri endurhæfingu en það er nú að koma að stóru stundinni.

Hollendingurinn hefur æft stíft með aðalliðinu en nú er unnið að því að koma honum í leikform. Á næstu dögum mun hann spila með U23 ára liðinu en hann gæti þurft nokkra leiki áður en hann verður valinn í hóp aðalliðsins.

„Hann á enn eftir að taka nokkur skref til viðbótar. Hann þarf að spila alla vega einn leik með U23 ára liðinu og svo munum við líka spila einn leik á æfingasvæðinu. Hann hefur gert allt á æfingum en núna er það bara að koma honum í leikform,“ sagði Arteta.
Athugasemdir
banner
banner