Janúartilboð frá Liverpool í Kerkez og Zubimendi - Forest vill Ferguson - Man Utd hefur áhuga á Raum og Yildiz
   fös 12. apríl 2024 17:56
Brynjar Ingi Erluson
Verða Albert og Wan-Bissaka samherjar á næsta tímabili?
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Ítalska félagið Inter er sagt afar áhugasamt um enska hægri bakvörðinn Aaron Wan-Bissaka en þetta kemur fram í ítalska blaðinu Gazzetta dello Sport.

Hollendingurinn Denzel Dumfries er aðalmaðurinn í hægri bakvarðarstöðunni hjá Inter en samningur hans rennur út á næsta ári og er algerlega óvíst hvort hann geri nýjan samning.

Mörg félög eru að fylgjast með Dumfries sem er metinn á um 30 milljónir evra.

Talið er líklegt að hann verði seldur í sumar ef hann nær ekki samkomulagi um nýjan samning og vill Inter fá Wan-Bissaka frá Manchester United til að fylla í skarð Dumfries.

Gazzetta dello Sport segir að Inter sé reiðubúið að borga um 15 milljónir evra fyrir Wan-Bissaka, sem hefur aðeins byrjað þrettán deildarleiki með United á tímabilinu, verður líklega einn af þeim sem félagið ætlar að losa sig við í sumar.

Inter er ekki bara að skoða Wan-Bissaka fyrir sumargluggann en félagið er einnig áhugasamt um að fá íslenska landsliðsmanninn Albert Guðmundsson frá Genoa.

Albert er orðaður við öll stærstu félögin á Ítalíu en talið er að Inter sé að leiða baráttuna um hann. Genoa vill um 25-30 milljónir evra fyrir Albert, sem hefur skorað 12 deildarmörk á tímabilinu.
Athugasemdir
banner
banner
banner