Hvert fer Salah? - Wharton vill Meistaradeild - Ederson til Liverpool eða Barca - Arsenal og Real berjast um Yildiz
   fös 12. maí 2017 17:30
Magnús Már Einarsson
Júlíus Magnússon framlengir við Heerenveen
Mynd: Heerenveen
Júlíus Magnússon hefur skrifað undir nýjan tveggja ára samning við Heerenveen í Hollandi.

Hinn 18 ára gamli Júíus spilaði bæði með unglinga og varaliði Heerenveen á nýliðnu tímabili.

Hann varð meðal annars meistari í varaliðsdeildinni með Heerenveen á dögunum.

Júlíus gekk til liðs við Heerenveen í byrjun árs 2015 en hann fékk tækifæri á æfingum aðalliðsins í vetur.

Júlíus lék bæði í yngri flokkum Víkings R. og Leiknis R. áður en hann fór til Hollands.
Athugasemdir