Liverpool og Man Utd á eftir ungum framherja - Rodrygo vill fara frá Real Madrid - Rogers orðaður við Chelsea
„Myndi ekki vilja fara aftur upp á geðheilsuna“
17 ára á toppnum í Danmörku - „Finnst ég vera á sama getustigi ef ekki betri“
Ísak Andri tók fund með meisturunum - „Skoða alla möguleika núna í janúar“
Fótbolta nördinn - Draumaliðið vs KR
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
Höskuldur: Þau eru ekkert verðugri en við að vera þarna
banner
   fim 12. maí 2022 22:34
Haraldur Örn Haraldsson
Eiður Ben: Ég þoli ekki að tapa á móti Alfreð
Lengjudeildin
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Eiður Benedikt Eiríksson þjálfari Þróttur Vogum var frekar svekktur eftir að hafa tapað fyrir Grindavík í kvöld 3-0.


Lestu um leikinn: Grindavík 3 -  0 Þróttur V.

„Mér líður bara illa skiluru það er bara alltaf leiðinlegt að tapa sérstaklega að tapa á móti Alfreð ég þoli það ekki"

Þetta er fyrsti leikur þessara granna í 7 ár og Eiður var ekkert sérlega ánægður með að hafa tapað honum.

„Já klárlega leiðinlegt að tapa honum og við reyndum aðeins að láta menn átta sig á því að þetta væri grannaslagur. Það er náttúrulega margir nýir leikmenn hjá okkur sem að kannski þekkja ekki alveg söguna og þetta er svona stóri bróðir á móti litla bróður. Reyndum að láta menn aðeins átta sig á því en já það er bara alltaf fúlt að tapa sama á móti hverjum það er."

Grindavík hefur nú tapað báðum sínum leikjum á tímabilinu 3-0 en Eiður er enn bjartsýnn fyrir komandi leikjum.

„Það eru bara 2 leikir búnir og það eru 20 eftir. Þetta er kannski aðeins öðruvísi leikur heldur en sá síðasti mér fannst við vera inn í leiknum allan tímann. Alveg fram að 90. mínútu þegar þeir skora þriðja markið þegar við vorum enn að leita að marki. Þannig mér fannst þetta ekki alveg eins leikur. Leikurinn síðasti var bara búinn á 10 mínútna kafla í byrjun seinni hálfleiks en þetta var svona leikur allan tíman þannig kannski ekkert hægt að bera þessa 2 leiki saman."

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan en þar talar Eiður meira um spilamennsku síns liðs.


Athugasemdir
banner
banner