Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
Jökull: Pirrandi leikur
Hetja HK kíkir ekkert niður í bæ: Ekkert mikið að gera þar miðað við í London
Hrannar Bogi eftir hetjulega frammistöðu Augnabliks: Við nálgumst leiki alltaf alveg eins
Fékk afmælisgjöf fyrir leikinn: Ég fékk Þróttaratrefil og nokkrar Stellur
Nýir tímar í Laugardalnum - „Finnst bara tilvalið að með því fylgi nýtt merki“
Haukur Páll: Ekki spurning um að koma mönnum fyrir
Heimir Guðjóns: Hefði verið gult spjald í fyrra
Gylfi Þór: Skrítið að spila gegn liði sem ég var hjá í 10 ár
Úlli: Fékk held ég nóg af liðsfélögum sínum
Bjarni Jó: Nýttum færin okkar illa
Gunnar Magnús: Alsæll þrátt fyrir að það hafi endað í jafntefli
Ólafur Kristjáns: Ekki hægt að gera neitt við því núna
Kristján Guðmunds: Munum rífa okkur í gang eftir þetta
John Andrews: Gæti ekki verið stoltari
Nik: Vigdís hefur staðið sig vel sem framherji
Glenn: Komum hingað með því hugarfari að vinna leikinn
Vigdís Lilja: Ætla að spila frammi í sumar og skora eins mikið og ég get
Sáttur Arnar Gunnlaugs: Erum að senda ágæt skilaboð til liðanna í deildinni
Höskuldur brattur eftir leik: Maður verður að jafna sig hratt á þessu
Elskar stóru leikina - „Vona að fólk viti að þeir kitla mig.“
   fim 12. maí 2022 22:34
Haraldur Örn Haraldsson
Eiður Ben: Ég þoli ekki að tapa á móti Alfreð
Lengjudeildin
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Eiður Benedikt Eiríksson þjálfari Þróttur Vogum var frekar svekktur eftir að hafa tapað fyrir Grindavík í kvöld 3-0.


Lestu um leikinn: Grindavík 3 -  0 Þróttur V.

„Mér líður bara illa skiluru það er bara alltaf leiðinlegt að tapa sérstaklega að tapa á móti Alfreð ég þoli það ekki"

Þetta er fyrsti leikur þessara granna í 7 ár og Eiður var ekkert sérlega ánægður með að hafa tapað honum.

„Já klárlega leiðinlegt að tapa honum og við reyndum aðeins að láta menn átta sig á því að þetta væri grannaslagur. Það er náttúrulega margir nýir leikmenn hjá okkur sem að kannski þekkja ekki alveg söguna og þetta er svona stóri bróðir á móti litla bróður. Reyndum að láta menn aðeins átta sig á því en já það er bara alltaf fúlt að tapa sama á móti hverjum það er."

Grindavík hefur nú tapað báðum sínum leikjum á tímabilinu 3-0 en Eiður er enn bjartsýnn fyrir komandi leikjum.

„Það eru bara 2 leikir búnir og það eru 20 eftir. Þetta er kannski aðeins öðruvísi leikur heldur en sá síðasti mér fannst við vera inn í leiknum allan tímann. Alveg fram að 90. mínútu þegar þeir skora þriðja markið þegar við vorum enn að leita að marki. Þannig mér fannst þetta ekki alveg eins leikur. Leikurinn síðasti var bara búinn á 10 mínútna kafla í byrjun seinni hálfleiks en þetta var svona leikur allan tíman þannig kannski ekkert hægt að bera þessa 2 leiki saman."

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan en þar talar Eiður meira um spilamennsku síns liðs.


Athugasemdir
banner
banner
banner