Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fim 12. maí 2022 14:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Fenginn inn sem stuðningur við Eyþór vegna meiðsla Viktors
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Í gær skipti Garðar Bergmann Gunnlaugsson yfir til ÍA frá Kára. Garðar er 38 ára gamall framherji sem hefur ekki spilað í efstu deild síðan tímabilið 2019 þegar hann kom alls við sögu í fimm leikjum með Val. Síðast lék hann með ÍA tímabilið 2018.

Sjá einnig:
„Ef klúbburinn kallar þá svarar maður kallinu"

Jón Þór Hauksson, þjálfari ÍA, var spurður út í komu Garðars í viðtali eftir leik ÍA gegn Val í gærkvöldi.

„Það er í raun og veru að Viktor Jónsson er meiddur á baki og við vitum ekki nákvæmlega hversu lengi hann verður frá, það er vonandi ekki langur tími í viðbót. Þannig að við fengum Garðar inn til að styðja aðeins við bakið á Eyþóri [Aroni Wöhler]. Við vildum sjá hvort Garðar gæti hjálpað Eyþóri og okkur í þeirri baráttu sem framundan er á meðan Viktor er frá."

Horfir Jón Þór á Garðar sem varamann fyrir Eyþór? Nýtist mögulega upp á andlegan styrk í klefanum?

„Já og inn á æfingum, að hann smiti Eyþór aðeins af sínu markanefi," sagði Jón Þór.

Eyþór hefur skorað eitt mark í fyrstu umferðunum. Hann hefur leyst stöðu fremsta manns í fjarveru Viktors Jónssonar sem glímir við meiðsli.

Sjá einnig:
Ekki ljóst hvenær Viktor snýr aftur - „Gætu verið þrír dagar eða þrjár vikur"
Jón Þór: Buðum upp á svæði og pláss sem þú getur ekki á móti Val
Athugasemdir
banner
banner